Væntanlegt

Cannadips eru munnpokar, oft kallað lummur, sem innihalda ekkert nikótín, tóbak eða THC. Cannadips munnpokarnir innihalda 10mg af CBD hver. Hver dolla er með 15 poka.

Nei, það er ekkert THC í þessum pokum.

Ýmsar vörur innihalda CBD. Hægt er að fá t.d. snyrtivörur (krem), fæðubótarefni, olíur og jafnvel vape vökva. Flest af þessu er ekki í boði á Íslandi. Með því að hafa CBD í munnpokum er ekki verið að nota meltingarkerfið (nýrun) og blandast því ekki öðru sem einstaklingur hefur inntekið. Því er það góður kostur að hafa CBD í munnpokum því það fer beint í blóðrásins.

Varðandi löggjöf á CBD er það aðeins löglegt í snyrtivörum. Öll matvæli, fæðubótarefni og olíur með CBD eru ólögleg á Íslandi. Cannadips munnpokarnir falla ekki undir neina af þessum flokkum. MAST hefur úrskurðað að munnpokar séu ekki matvæli og geta heldur ekki talist sem snyrtivara. Því þarf þessi vara að fara til flokkunar hjá Lyfjastofnun til að staðfesta hvort hún skilgreinist sem lyf eða ekki. 

Endanlegt verð er ekki klárt en líklega verður það á bilinu 2.500 – 2.800 kr. 

Helsti fókusinn verður á netsölu og bjóða upp á áskriftarþjónustu. Þá geta notendur fengið sína dollu sent heim að dyrum vikulega. Sendingargjald verður still mjög í hóf. Einnig er fyrirhugað að bjóða þetta til sölu á sömu sölustöðum og selja aðra munnpoka.

Bendum áhugasömum á að fylgjast með fréttum 285. mál, þingsályktunartillaga
150. löggjafarþing 2019–2020.

Sjá nánar hér: alþingi.is

Þeir sem hafa áhuga á þessari vöru geta skráð sig á fréttabréfið og fengið upplýsingar um framvindu mála á þessari vöru ásamt því að fá tilboð og kynningar á vörunni þegar hún fær innflutningsleyfi og kemst á markað á Íslandi. 

Viltu bæta við spurningu eða koma einhverju á framfæri? Sendu þá endilega póst á hallo@cannadips.is